Upplýsingar um vöruna
DROPS Puna er mjúkt, létt, hlýtt og fallegt garn úr 100% superfine alpakka sem er fullkomið í nánast hvaða flík sem er og er yndisleg viðkomu við húðina. Gert úr 4 þráðum superfine alpakka, trefjarnar eru ómeðhöndlaðar, sem þýðir að þær eru einungis þvegnar og hafa ekki verið meðhöndlaðar með neinum kemískum efnum. Með þessu er haldið utan um gæði og eiginleika trefjanna jafnframt sem þetta gefur betri lögun og áferð.
Garnið er fáanlegt í fallegum náttúrulegum litum – þetta lúxus garn tilheyrir Garnflokki B, sem hentar vel í hönnun fyrir bæði DROPS Karisma og DROPS Merino Extra Fine.
Hvort sem þú prjónar eða heklar úr garninu, útkoman verður þægileg, létt og yndisleg bæði að horfa á og viðkomu.
Að auki, þá færðu fallega prjónaáferð með jöfnum lykkjum með því að bleyta flíkina.
Lesa meira um vörunar okkar og sjálfbærni hér
Hafið í huga að litirnir geta verið mismunandi eftir tölvuskjám á sama hátt geta litaeiningarnar verið mismunandi á milli litabaða.
Hvernig á að þvo þetta garn?
Handþvottur, kalt hámark 30°C / Leggið flíkina flata til þerris