Kid Seta frá Gepard hefur verið fáanlegt í yfir 20 ár og gæðin skína í gegn.
70% Super Kid Mohair
30% silki
25g/210m
Prjónar 3-5.5mm
Það er ljóst að silkimohair og silkimohair er alls ekki það sama að gæðum. Sumt mohair fer mikið úr hárum, annað minna, eins og Gepard mohair-ið.
Flíkin helst falleg enda úr besta fáanlega mohair-i og sömuleiðis besta fáanlega silkinu.
Mohair-ið kemur frá tveimur sérvöldum stöðum og er velferð dýra þar í forgangi.
Við leituðum lengi hér í Handprjón að undirmjúku silkimohair-i sem við vorum sáttar með og það fannst… Gepard!
Handþvottur á 20-25 gráðum.