Upplýsingar um vöruna
DROPS Baby Merino er 100% extra fínt merino ullargarn, sem er ofur mjúkt, andar vel og er kláðafrítt – fullkomið fyrir viðkvæma ungbarnahúð. Kaðalspunnið úr mörgum þunnum þráðum, DROPS Baby Merino gefur fallegar, jafnar lykkjur, sem gefur aukin teygjanleika í flíkinni. Þessi uppbygging á garninu gerir að það er mjög mikilvægt að gera rétta prjónfestu á verkefninu þínu, aðeins þéttari prjónfestu en lausari.
DROPS Baby Merino er spunnið úr trefjum frá frjálsum dýrum (free-range, mulesing free) frá Suður Ameriku og er Oeko-Tex Standard 100 gæðavottað. Garnið er einnig superwash meðhöndlað til þess að þola þvott í þvottavél og hentar því vel til daglegra notkunar; en við þvott á flíkinni þá verður þú að fara varlega og fylgja nákvæmum leiðbeiningum.
Lesa meira um vörunar okkar og sjálfbærni hér
Hafið í huga að litirnir geta verið mismunandi eftir tölvuskjám á sama hátt geta litaeiningarnar verið mismunandi á milli litabaða.
Hvernig á að þvo þetta garn?
Þvoið í þvottavél með vægri vindingu 40°C / Notið ekki mýkingarefni/ Leggið flíkina flata til þerris
DROPS Baby Merino er superwash meðhöndlað garn semþýðir að það á að þvo það í þvottavél, með stillingu fyrir væga vindingu. Með það í huga þá eru nokkur auka ráð sem eru mjög mikilvæg við meðhöndlun á þessu garni:
- Fylgdu þvottaleiðbeiningum sem eru á miðanum á garninu og á litakorti fyrir garnið.
- Þvoðu merino ullina á 40 gráðum/væg vinding.
- Þvoðu flíkina sér, notaðu fullt af vatni.
- Notaðu lítið magn af ullarsápu (án enzyma og bleikiefna).
- ALDREI að nota mýkingarefni (ullartrefjarnar verða linar og aðskildar).
- ALDREI að láta liggja í bleyti!
- ALDREI að skilja flíkina eftir í þvottavélinni í langan tíma!
- ALDREI að láta hanga til þerris, láttu flíkina þorna flata í réttu formi.