Lýsing
Tulip heklunálarnar eru einstakar ! Eiginlega ekki hægt að útskýra með orðum – en þetta eru sannarlega þær bestu sem við höfum komist í tæri við.
Góður oddur, rennur vel á hálsinum og haldfangið mjög þægilegt.
Áprentað á haldfang eru stærðir í mm sem og US stærðum.
Þetta er vara sem þarf að prufa til að sannreyna. Eigum við ekki öll skilið að eiga góð verkfæri ?
Sömu nálar eru í settunum eins og þær sem eru seldar stakar, hvort sem þær eru með rauðu, bleiku eða gráu haldfangi.