Þrátt fyrir að garnið innihaldi superwash merino, mælum við alls ekki með vélþvotti, heldur handþvotti í Soak þvottalegi sem er sérhannaður fyrir ull og silki.
Soak fæst í Handprjón og er einstaklega drjúgur þvottalögur, mildur og umhverfisvænn.
Búast má við smá litablæðingu í fyrsta þvotti, en þá er bara að muna að skola þar til vatnið er tært og hafa stykkið á vægri hreyfingu á meðan.
Ekki láta liggja í bleyti.