ChiaoGoo TWIST Shorties set 3″

ChiaoGoo TWIST Shorties set 3″

kr.16.900kr.19.900

Í rauða og bláa settinu eru extra stuttir oddar til að gera hringprjón í lengdum 23 cm-36 cm langa.

Gegnheilt læknastál,  í rauða settinu eru 12 sett af prjónum, samtals 24 oddar í stærðum 2—3.25mm, snúrurnar eru þrjár í mini grófleika í lengdum 13, 15 og 20cm endastopparar, herslupinnar, tengistykki, prjónamerki og prjónamál, allt er þetta í fallegri rauðri tösku, sem inniheldur líka litla tösku fyrir oddana.

Í bláa settinu eru 10 sett af prjónum, samtals 20 oddar og snúrur, sem hægt er að gera hringprjóna 23cm-36cm langa, í grófleika 3,5-5mm. Snúrurnar eru X-Flex í small stærð, sem eru nýjar og sveigjanlegri snúrur en þær rauðu, en sömu gæðin, aðsjálfsögðu. Lengdir í settinu eru 13, 15 og 20cm og því fylgir að auki, endastopparar, herslupinnar, tengistykki, prjónamerki og prjónamál, blá taska er utan um herlegheitin, en sjálfir prjónarnir koma í auka veski sem hægt er að setja inní bláa veskið.

Í gula settinu eru 8cm oddar í 4 stærðum 5,5-8mm og snúrur til að tengja í 30 og 36cm hringprjóna. Snúrurnar eru nýju sviw snúrurnar sem snúast á samskeytum ásamt því að vera sveigjanlegar eins og þær rauðu og bláu. Meðfylgjandi eru 2x15cm og 1x20cm.
Að auki fylgja endastopparar, tengistykki, prjónamerki, prjónamál, herslupinni og herslugúmmi, og að sjálfsögðu lítil sæt taska með merktum stærðum, allt þetta fer svo saman í gulu töskuna.

Öll ofangreint sett eru frábær til að prjóna ermar í hring.

Gerðir

Blátt, Rautt, Gult

Áhugaverðar vörur