DellaQ – Mini messenger – handavinnutaska

DellaQ – Mini messenger – handavinnutaska

Fullkomin og glæsileg taska fyrir næsta uppáhaldsverkefnið þitt, kannski smá Mary Poppins taska, því af eigin reynslu kemst allt í þessa sem maður þarf að nota daglega.
Hægt að nota hana á marga vegu, yfir brjóst eða bak.

Della Q Maker’s Canvas línan er öll með nóg pláss til að geyma garnið þitt, prjóna, prjónamerki, símann, spjaldtölvu og fullt af öðru „dóti“!
Taskan er eins og aðrar úr þessari línu úr léttum, vaxhúðuðum og vatnsfráhrindandi striga og leðri.
Hentar jafnt fyrir prjónara og heklara, þú þarft aldrei að vera án verkefna aftur!

Minnisbók, frágangsnál og prjónamerki fylgja.

Stillanleg 105cm, fjölnota ól.
Burðarhandfang staðsett efst til að auðvelda þér að stökkva af stað.
Falinn smelluvasi staðsettur á bakinu
Ytri rennilásvasi að framan, tvö aðalhólf með rennilás, tveir innri vasar fyrir vatnsflösku og prjónadót… ásamt innri vösum fyrir prjóna/heklunálar-/penna- og síma. Garnleiðari og garnskeri.

Stærðin er ca 20x36x10cm

Innihald tösku á myndum fylgir því miður ekki með.

kr.17.950

Þyngd1 kg
Ummál20 × 10 × 5 cm
Veldu lit

Olive, Mustard, Red, Blue, Petal, Light grey, Black

Áhugaverðar vörur