Tilboð

Big Merino Ull

DROPS Big Merino

Superwash meðhöndluð merino ull

Innihald: 100% Ull
Garnflokkur: C (16 – 19 lykkjur/ 10 ply / aran / worsted
Þyngd/lengd: 50 g = ca. 75 metrar
Mælt með prjónastærð: 5 mm
Prjónfesta: 10 x 10 cm = 17 l x 22 umf
Meðhöndlun: Ullarþvottur í þvottavél 40°C / Notið ekki mýkingarefni/ Leggið flíkina flata til þerris

Made in: EU
Uppruni hráefnis: Ull frá Suður Ameríku

Þetta garn er með Oeko-Tex® vottun (skírteinisnúmer 25.3.0110), Standard 100, Class I frá INNOVATEXT TEXTILE ENGINEERING AND TESTING, HUNGARY. Þetta þýðir að það hefur verið prófað fyrir skaðlegum efnum og er öruggt í notkun. Class I er hæsta stigið og það þýðir að garnið hentar líka fyrir barnavörur (0-3 ára).

Finna fríar uppskriftir fyrir DROPS BIG MERINO

kr.644

Vörunúmer BIM-102000 Vöruflokkar , , , Tögg , ,

Lýsing

Upplýsingar um vöruna

Spunnið úr mörgum þunnum þráðum af 100% fínni merino ull, sem gefa garninu mýkt – DROPS Big Merino helstu eiginleikar eru mýkt, teygjanleiki og jöfn áferð, sem hentar mjög vel til þess að prjóna mynstur með áferð eins og kaðla.

Það er þessi sérstaka uppbygging á garninu gerir það að verkum að það er sérstaklega mikilvægt að nota rétta prjónfestu í verkefninu, gerðu því þéttari prjónfestu en lausari. DROPS Big Merino er einnig superwash meðhöndlað til þess að þola þvott í þvottavél og hentar því vel til daglegra notkunar; en við þvott á flíkinni þá verður þú að fara varlega og fylgja nákvæmum leiðbeiningum.

DROPS Big Merino er spunnið úr trefjum frá frjálsum dýrum (free-range og mulesing free) frá Suður Ameríku og er Oeko-Tex Standard 100 vottað.

 Lesa meira um vörunar okkar og sjálfbærni hér

 Hafið í huga að litirnir geta verið mismunandi eftir tölvuskjám á sama hátt geta litaeiningarnar verið mismunandi á milli litabaða.

Hvernig á að þvo þetta garn?

yarn wash

Ullarþvottur í þvottavél 40°C / Notið ekki mýkingarefni/ Leggið flíkina flata til þerris

DROPS Big Merino er garn sem er meðhöndlað til að þola þvott í þvottavél (superwash), sem þýðir að það á að þvo það í þvottavél, með stillingu fyrir væga vindingu. Með það í huga þá eru nokkur auka ráð sem eru mjög mikilvæg við meðhöndlun á þessu garni:

  • Fylgdu þvottaleiðbeiningum sem eru á miðanum á garninu og á litakorti fyrir garnið.
  • Þvoðu merino ullina á 40 gráður/væg vinding.
  • Þvoðu flíkina sér, notaðu fullt af vatni.
  • Notaðu lítið magn af ullarsápu (án enzyma og bleikiefna).
  • ALDREI að nota mýkingarefni (ullartrefjarnar verða linar og aðskildar).
  • ALDREI að láta liggja í bleyti!
  • ALDREI að skilja flíkina eftir í þvottavélinni í langan tíma!
  • ALDREI að láta hanga til þerris, láttu flíkina þorna flata í réttu formi.

 Sjá þvottaskýringar

 Lesa meira um þvottaleiðbeiningar fyrir garn

Frekari upplýsingar

Litur

Ametist, Natur, Grár, Koksgrár, Svartur, Mokka, Gleym-Mér-Ei, Gallabuxnablár, Marmari, Lavander, Plóma, Rauðbrúnn, Ólífa, Skógargrænn, Ljósbleikur, Sjávarblár, Rauður, Beige, Grábeige, Púðurbleikur, Ísblár

Áhugaverðar vörur