Vörur

Póstlisti

Örugg greiðslugátt Borgunar

....Páskaleyniprjón 2018 - Kynning.

0
 

****Vinsamlegast lesið allan textann ***

 

 

Leynisamprjón með Handprjón og Auði Björt.

 

Um er að ræða sjal, sem hannað er sérstaklega fyrir þetta leyniprjón.

Sjalið ætti að henta flestum sem kunna grunnatriði í prjóni, þ.e.

 

Slétt

Brugðið

Auka út

Taka úr.

Taka upp lykkjur (sem verður kennt með myndbandi)

 

En athugið samprjónið er ekki eiginleg prjónakennsla fyrir byrjendur.

 

Uppskriftin ein og sér er ekki til sölu, en aðgangur að leyniprjóninu og uppskriftin er frí og þarf einungis að kaupa hjá okkur 2 hespur af Madelinetosh Merino light, Hedgehog fibres eða Cascade Heritage silk til að geta verið með.

Madelinetosh og Hedgehog fibres er handlitað í litlum lotum, svo ekki er hægt að ná 100% eins lit á milli sendinga en við myndatöku er reynt að ná fram litum eins nákvæmlega og augað greinir.

 

Sjalið er tvílitt og höfum við valið litasamsetningar sem okkur finnast henta í sjalið. 

Garnpakkar í leyniprjónið eru fáanlegir hér og einnig í versluninni.

Prjónastærð í leyniprjóninu er 3,5 - 4mm.

 

Uppskriftin er að sjálfsögðu á íslensku og öll aðstoð sem til þarf veitt í lokuðum Facebook hóp sem þú færð boð í þegar kaup hafa farið fram á garni í sjalið.

ATH. Hægt verður að spyrja spurninga í hópnum á hvaða stigi prjónsins sem er.

 

Við hefjum samprjónið 25.mars og sendum út 4 vísbendingar fram til 4. apríl.

Vísbending 1. 25. mars
Vísbending 2: 31. mars
Vísbending 3. 1 apríl
Vísbending 4: 4. apríl  

Ekkert mál er að byrja á hvaða tímasetningu sem er í samprjóninu eftir 25.mars og klára þegar þér hentar, þó svo að vísbendingar komi hratt inn,

 

Til að taka þátt þarf að velja litasamsetningu og kaupa garn. Síðan fær viðkomandi boð í lokaðan hóp á Facebook, þar sem allar upplýsingar koma fram.

 

Þú velur einnig hvort senda eigi garnið með Póstinum og þá skv. gjaldskrá Póstsins eða hvort þú viljir sækja til okkar í verslunina.

 

Að sjálfsögðu þarf ekki endilega að panta hér á netinu, allir velkomnir í versluna til okkar.

 

Um takmarkað magn er að ræða af samsetningum í sjalið, sumar hverjar aðeins fáanlegar í 2-3 pökkum.
-----  Athugið í verslun er mun fleiri samsetningar og margt hægt að setja saman á staðnum, svo ef þú átt þess kost að kíkja á okkur, endilega gerðu það, því það sem er hér inni er takmarkað úrval miðað við það sem er á staðnum og langt í frá uppselt í leyniprjónið þó síðan hér gæti sýnt lítið úrval.