Vörur

Póstlisti

Örugg greiðslugátt Borgunar

Joji - USH helgartaska - græn

39.900
 “Þessi taska varð til eftir kennslu á prjónahelgi. Æj þú veist hvernig þetta er, þú byrjar á litlum bakpoka fyrir nokkur prjónaverkefni, og svo bætist við verkefnið sem þú ert með í vinnslu núna, smá aukagarn bætist við, svona til öryggis fyrir okkur á ferðalögum, svo kaupirðu meira garn og færð jafnvel gjafir frá prjónavinum….. kannastu ekki við þetta?
 
Áður en maður veit af, er maður með fullt af töskum og pokum, jafnvel ein gleymist þar sem þú lagðir töskurnar og pokana frá þér! Í þessa tösku kemurðu öllu fyrir á sama stað.”
 
Joji langaði að hanna tösku sem væri lúxus taska fyrir prjónara á leið í helgarferð með öðrum prjónurum, töskum sem hægt er að vera með allt í sem okkur vantar í ferðina – og jafnvel það sem vantar ekki í ferðina. USH er þess vegna draumataskan!
 
Taskan er breytanleg í bakpoka. Við skiljum að taskan er pínkulítið “spreð” en eins og áður, við viljum bara gera töskur úr frábærum efnum og góðri framleiðslu, þess vegna varð þessi taska til.
 
Taskan er 100% leður, sama rúskinn í efri parti eins og aðrar töskur frá Joji, meðan botninn er úr þykku hömmruðu leðri. Engir vasar eru að utanverðu, til að halda hönnun einfaldri og minimalískri.
Taskan er fóðruð, með flötum vasa að innanverðu og öðrum renndum vasa fyrir aukahlutina.
Pökkuð í geymslupoka úr striga, sem hægt er að nota áfram sem verkefnapoka, með leðuról og merki Joji.
 
Stærð: 67x54x18cm
 
Fáanleg í grænu og svörtu.
 
 

Uppselt