Vörur

Póstlisti

Örugg greiðslugátt Borgunar

Joji - IC prjónaveski - ljóst

18.900
 Prjónaveski geta verið ansi mismunandi og þar að leiðandi mismunandi þægileg í umgengni.
Veskin eru fallega pen og líta út sem lítið peningaveski, en er í raun veski fyrir áskrúfanlega prjóna.
 
10 hólf eru í veskinu og passa þau vel fyrir 13cm odda, en að sjálfsögðu líka fyrir 10 cm odda. Einnig eru 2 rennd hólf, falin bakvið hólfin fyrir prjónana. Hólfin eru góð fyrir snúrur, prjónamerki, skæri eða annað sem þú vilt.
Leðurflipi kemur í veg fyrir að prjónar renni úr veskinu og 2 góðar smellur loka veskinu.
 
Þrátt fyrir þetta allt, er veskið mjög lítið og nett og passar jafnframt í minnstu verkefnapoka.
 
Veskið er úr 100% argentísku leðri. Leðrið er sterkara en það sem er notað í handtöskur.
Stærð: 10x17x2cm með brasslituðum smellum og rennilás.
 
 

Uppselt