Vörur

Póstlisti

Örugg greiðslugátt Borgunar

Blómagollan barna - Flower Cardigan

1.000
Handprjón hefur fengið leyfi til að þýða og selja uppskriftina af þessari frábæru peysu.
Skemmtileg peysa í prjóni og þægileg að vera í.


Flower cardigan er frekar óvenjuleg í uppbyggingu og prjóni en byrjað er á blóminu á miðju baki og unnið út frá því.
Peysan er svo gott sem frágangslaus hvað varðar það að ganga frá endum. 
Framhlið mótuð með stuttum umferðum, þó ekki eins og við eigum að venjast þeim. Hægt er að velja um stuttar eða lengri ermar. Einnig er hægt að stjórna síddinni á peysunni.


3 mán / 4 dokkur
6 mánaða/ 4 dokkur
12 mánaða / 4 dokkur
1,5 ára, / 5 dokkur
2 ára / 5 dokkur
4 ára / 6 dokkur
6 ára / 7 dokkur
8 ára / 7 dokkur

 

Ofangreint er garnmagn sem þarf úr þessu garni hér: http://handprjon.is/products/merino-soft-dk en þetta er það garn sem seljum mest af í peysuna. 

Sem prjónari tek ég aldrei áhættuna á því hvað hönnuðir gefa upp í uppskrift og bæti við dokku, ykkar er valið.

Peysan hefur líka talsvert verið prjónuð úr Madelinetosh Merino light, en garnið er aðeins þynnra og þarf því að velja stærri stærð í uppskrift eða í það minnsta vera meðvituð um að garnið sé þynnra. 

Uppskriftin er á íslensku og þýdd af Eddu Lilju Guðmundsdóttur fyrir Handprjón og send á emaili/tölvupósti til kaupanda.